Trú.is

Trú er holl

Já, auðvitað er ég hlutdrægur en oft hef ég litið á trúsystkini mín í eldri kantinum og samglaðst þeim hversu vel þau eru á sig komin! Líffræðingar, sem eru sjálfir vitanlega á ýmsum stöðum í litrófi hins trúarlega, hafa rannsakað áhrif þess að rækta með sér jákvæða trúarkennd sem skilar sér í þakklæti og gefur manneskjunni ríkulegan tilgang. Sú staðreynd að slík afstaða leiði af sér langt og gott líf er þó aðeins ein víddin af mörgum. Hitt skiptir sennilega enn meira máli að trúarþörfin er sterk í hverri manneskju og mestu varðar að henni sé mætt með réttum hætti.
Predikun

Með áhyggjur í sófanum

Ástæða þess að ég rifja þetta upp eru tíðindi af okkur sem erum alin upp í sófum víðsvegar í hinum þróuðu ríkjum. Fregnir herma að hugur okkar nái ekki alveg utan um þau lífsgæði að njóta öryggis og velsældar. Það eru jú engin dæmi um slíkt í samanlagðri sögu þessarar lífveru sem við erum. Kóngarnir sem við stundum nefnum í ritningarlestrum hér í kirkjunni, Davíð, Salómon og Ágústus svo einhverjir séu nefndir, nutu vissulega forréttinda miðað við alla hina sem þurftu að strita myrkranna á milli fyrir fábrotnustu lífsgæðum. En, maður minn, flest okkar lifum í vellystingum jafnvel samanborið við þá.
Predikun

Full af gleði - og kvíða

Skáldið ræðir við Guð um tilfinningar sínar sem við öll getum væntanlega samsamað okkur við, gleði og kvíði gagnvart lífsundrinu.
Predikun

Í Hólavallagarði

Það eru þessi örlög, sem tala til okkar í verkum Þrándar. Mögulega er allt starf okkar mannanna – viðleitni okkar og skipulagning einhvers konar viðbrögð við hinu óumflýjanlega. Störfin sem fólkið sinnti og við lesum um á steinunum fengu það mögulega til að gleyma sér í einbeitni annríkis og þá fundu þau ekki hvað tímanum leið. En svo vitjaði hann þeirra eins og hann mun gera í okkar lífi einnig.
Predikun

Tímamót

Til þess er kirkjan, sama hvað prestakallaskipan líður, sama hvaða nafni presturinn eða djákninn nefnist, sama hvað við nú öll heitum og gerum, til þess er kirkjan að við séum í Kristi, Guði falin og glöð í þjónustunni hvert við annað. Til þess erum við kölluð og til þess lifum við að kraftur Guðs fái unnið sitt verk í okkar lífi og samferðafólksins.
Predikun