Trú.is

Hundrað dagar

Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
Predikun

Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir

Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Predikun

Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?

Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Predikun

Sannleikur og ógæfa

Sannleikurinn er dýrmætur og hann getur krafist fórna. Fornir hugsuðir hafa hugleitt þessa stöðu og hið íslenska skáld segir þá sögu einnig á sinn hátt. Saga Þórarins Eldjárns hefst á veðurfarslýsingu þar sem hann segir frá því er hann hröklast undan nöprum vindunum inn á krána þar sem hann hittir þessa ólánsömu konu. Kaldhæðnin verður þó enn meiri í lokaorðunum þegar því er lýst hvernig heimurinn átti eftir að leika hana – já sjálft barnið úr ævintýrinu um nýju fötin keisarans.
Pistill

Samtal við almættið

Sagan um Job er saga þessa fólks. Hún birtir okkur mynd af því þegar manneskjan hrópar út í tómið og reynir að fá einhvern skilning í óréttláta tilveruna. Hann hrópaði á Guð eins og konan í Grindavík gerði, eins og fólkið í Úrkaínu, aðstandendur þeirra sem myrt voru á Nova tónlistarhátíðinni í Ísrael, fólkið á Gaza.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Pólstjarnan

,,Þótt ég gæfi allar eigur mínar og framseldi sjálfan mig, en hefði engan kærleika - væri ég engu bættari." Þetta stendur einmitt í Óðnum til kærleikans. Þessi texti er leiðarljós, pólstjarna sem við getum tekið mið af, en um leið verður það hlutskipti okkar að rísa upp gefn ranglæti og kúgun. Ekkert slíkt má umbera enda verður lögmálið að vera til staðar svo að allt haldist í föstum skorðum.
Predikun

Einhvern tíma er núna: Draumur Martins Lúthers Kings

Hér er spurt um forgangsröðun og gildismat. Hvort er mikilvægara: að viðhalda ofgnóttarlífsstíl minnihluta jarðarbúa sem þrífst á áþján heimsins, lífsstíl sem meira að segja hin góða sköpun Guðs er byrjuð að kikna undan eða að bregðast nú þegar við jafnvel þótt það kosti það að lífskjör hinna velmegandi í heiminum skerðist?
Predikun

Hörmungar í sandinum

Hvert mannsbarn ætti að þekkja sönginn sem ómar í sunnudagskólanum um þann hyggna sem byggði hús á bjargi og þann heimska sem reisti sitt á sandi: „Og húsið á sandinum það féll!“ Í meðförum barnanna verður sagan kómísk og er undirstrikuð með kraftmiklu klappi þegar allt hrynur.
Predikun

Minningarkirkjan

Og Minningarkirkjan hefur eins og vegghleðslur Áslaugar, tvíbenta merkingu. Boðskapurinn hennar vísar ekki aðeins til vonsku heimsins. Rústirnar fela líka í sér von um að þrátt fyrir eyðingu og eld þá taki við tímar endurreisnar. Klukkurnar í kirkjuturninum þykja þær hljómfegurstu í borginni. Á þeirri stærstu er áletrun úr spádómsriti Jesaja: „Borgirnar yðar eru brenndar (Jes. 1.7). En hjálpræði mitt er ævarandi og réttlæti mitt líður ekki undir lok“ (Jes. 51.6).
Predikun

Efstu dagar

Sjóndeildarhringurinn umhverfist í kringum hvert og eitt okkar, bæði það sem skynjun okkar nemur og svo ekki síður hitt sem brýst um í huga okkar og sálu. Hversu endalausar eru þær víddir? Já, þar er að finna heilan alheim af myndum, frásögum, hugrenningum, minningum, vonum og upplifun. Heimsendir, er það okkar dauðans óvissi tími?
Predikun