Að láta ljósið skína
Jesús, ljós heimsins, biður okkur um að vera með sér í því að færa ljós Guðs inn í heim sem oft virðist svo fullur af myrkri, flytja frið inn í ófriðinn, sátt inn í sundrunguna. Og ekki bara flytja ljósið heldur vera ljósið, vera ljós heimsins eins og Jesús Kristur. Hvílík köllun, hvílík ábyrgð! Og hversu oft mistekst okkur ekki að lifa þessa áskorun Jesú, ef við þá yfirleitt þorum að reyna.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
31.10.2024
31.10.2024
Pistill
Satt og rétt
Mörgum hefur það þótt miður að Jesús skyldi ekki svara þessu í eitt skipti fyrir öll. Því það er ekki alltaf skýrt hvað það felur í sér hvort setning er sönn eða ekki. En hvað segir spurningin um þann sem spyr? Hvað er satt og hvað er rétt? Helst það ekki í hendur? Þegar valdhafinn spyr – er hann þá að sama skapi að brjóta heilann um hugtak sem er því náskylt: nefnilega réttlætið, ,,satt og rétt". Áður en réttlætið er fótum troðið hefur sannleiknum þegar verið fórnað. Sannleikurinn er jú fyrsta fórnarlambið í valdabrölti Pílatusa á hverjum tíma.
Skúli Sigurður Ólafsson
17.3.2024
17.3.2024
Predikun
Er hægt að rækta mildina?
Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Þorvaldur Víðisson
1.10.2023
1.10.2023
Predikun
Full af gleði - og kvíða
Skáldið ræðir við Guð um tilfinningar sínar sem við öll getum væntanlega samsamað okkur við, gleði og kvíði gagnvart lífsundrinu.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
14.5.2023
14.5.2023
Predikun
Skírn Jesú
Í kristni er öll áhersla á þessa einu fórn sem er Jesús Kristur. Við þurfum ekki að fórna neinu í hinum gamla skilningi. Okkur er aðeins ætlað að trúa og biðja. Þar liggur okkar leið. Að fylgja Jesú og láta líf okkar allt benda á hann. Líf okkar bendir á Jesú ef í lífi okkar er að finna kærleika og umhyggju fyrir öðru fólki og vissu um að Guð er skapari og lífgjafi alls sem er.
Arnaldur Arnold Bárðarson
8.1.2023
8.1.2023
Predikun
Hvað er kirkja?
Koinonia, samfélag kristins fólks, er samfélag í kærleika og andlegri einingu og birtist á sýnilegan hátt til dæmis og einkum í máltíðinni sem við eigum saman. Máltíð er fjölskyldusamfélag, yfirlýsing um að við tilheyrum hvert öðru, og gestgjafinn er Jesús Kristur sem gefur okkur sjálfan sig.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
18.4.2019
18.4.2019
Predikun
Færslur samtals: 6