Trú.is

Hundrað dagar

Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
Predikun

Þegar hauströkkrið hellist yfir

"Hafið þið einhverntímann velt því fyrir ykkur hvernig þið eruð á svipin þegar þið eruð að skoða eitthvað í símanum ykkar eða dagblaðinu? Flest erum við sennilega frekar ómeðvituð um svipbrigði okkar á þeirri stundu – enda er einbeiting okkar þá á öðru. Það hefur hins vegar verið rannsakað að svipbrigði okkar geta haft mikil áhrif á okkar innri líðan. Ef við ákveðum að vera glaðleg á svipinn og lyftum munnvikjunum örlítið upp, í stað þess að leyfa þeim að síga niður, þá plötum við heilann víst og hann heldur að við séum glöð og í góðu skapi. Og um leið og við lyftum munnvikjunum örlítið erum við einnig að miðla gleðinni, ljósinu og voninni og þannig erum við líka betur í stakk búin til að mæta því óvænta af öryggi."
Predikun

Af hverju trúir þú á Guð?

Fólk spyr oft: „Af hverju trúir þú á Guð? Af hverju trúir þú á Jesú? Svo þurfum við að réttlæta trú okkar. Ég hef fengið þessar spurningar oft og mörgum sinnum, bæði þegar ég var í guðfræði og eftir að ég vígðist til prests hér í Vík. Ég trúi vegna þess að ég er fullviss um að eitthvað stórkostlegt hafi átt sér stað fyrir um 2000 árum síðan. Ég trúi að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum. Án upprisunnar værum við ekki hér saman komin. Án hennar væri engin kirkja og engin trú.
Predikun

Úlfur, úlfur

Í nýútgefnu lagi, er sungið og rappað um djöfulinn sem vill bita af höfundum. Hann verður táknmynd fyrir það sem nagar okkur að innan og gefur engin grið. Dimmur veturinn hefur leikið sálina grátt og manneskjan sér ekki til sólar. Þetta ástand orða listamennirnir á þennan hátt. Ég hefði getað sparað mér áhyggjurnar af því að kölski væri horfinn út af kortinu. En merkilegt nokk þá gegnir hann sama hlutverki í þessu fallega lagi og í orðum Hólabiskups á 17. öld og vitanlega einnig í textum Biblíunnar: Hann verður táknmynd fyrir það sem sligar okkur, röddin innra með okkur sem dregur úr okkur máttinn, sér hættur við hvert fótmál – já hrópar í sífellu: „úlfur, úlfur!“
Predikun

Ummyndun frá fortíð til framtíðar

Umbreytingin er mál dagsins og ég segi: "Jesús umbreytir tilveru okkar og því er það hans afl og trú á hann sem getur fært okkur hugrekki til að mæta ógnum og óvissu. Þar er óvissan líklega verst. En trú og traust á Frelsara okkar best." En tilvera okkar mótast af gervigreindinni í auknum mæli og því segi ég hér: "... samt höldum við áfram að fæða þróunina í átt til gervigreindar með aukinni tækni sem eykst að þekkingu á margföldum hraða við flest annað sem er að gjörbreyta tilveru mannsins. Ógnarhlýnun jarðar og hættuleg súrnun sjávar er á hraða snigilsins miðað við stigmögnun rafrænnar tækni. Enginn vandi verður núna fyrir úlfinn að koma fram sem Rauðhetta. Við munum aldrei getað sagt til um það hvar flagð er undir fögru skinni eða úlfur í sauðagæru ef við höfum ekki verið að fylgjast með því sem er umbylta tilverunni. Fylgjast með því sem er að gera að engu skil milli raunveruleikans og hliðarveruleikans í rafrænu formi, hvort sem það eru leikir eða annað. En von okkar er sú að með þessari miklu tækni verði hægt að vinna tilveru okkar gagn í baráttunni við loftslagsógnina og gera heiminn betri."
Pistill

Lærdómar liðins árs og stundir blessunar

Stundum veita erfiðustu stundirnar okkur mestan ljóssins lærdóm. Stundum þroskast hjartað mest þegar þrautirnar eru stórar og missirinn mikill. Nonni vinur minn kenndi mér margt.
Predikun

Biskup endatímanna

Svo hvað í ósköpunum er biskup Íslands. Er þetta silkihúfa, er þetta forstjórastaða, er þetta andlegur leiðtogi þjóðar. Ég gæti dregið ágætis svar upp úr Biblíunni, biskup er hirðir hirðanna, fyrirmynd okkar sem tilheyrum kirkjunni, áttaviti og leiðtogi. Það er ekki svo slæmt. En er þetta upplifun okkar?
Predikun

Hinir djúpu og himnesku glitþræðir

Glitþræðirnir ljóma þegar kærleikurinn er ræktaður og tengslin sem gera lífið fagurt, þegar við hlúum hvert að öðru, gefum öðrum gaum, gefum af okkur, ekki bara eitthvað sem rúmast í kassa, heldur einnig það sem ekki er hægt að pakka inn.
Predikun

Friður á foldu

Sagt er að fyrsta þroskaverkefni hverrar manneskju sem fæðist sé að finna sig örugga. Nátengt öryggisþörfinni er þráin eftir friði. Við þráum frið í heiminum, frið á milli þjóða, frið innan þjóðfélaga, frið í fjölskyldum okkar og – það sem kannski er dýpsta þrá okkar allra, grunnur sjálfrar lífshamingjunnar – frið í sál og sinni.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Þurfa karlmenn baráttudag?

Nú á dögunum var kvennafrídagurinn haldinn þar sem konur og kvár um allt land, þar á meðal hér í Vík, lögðu niður störf sín, mótmæltu feðraveldinu og kröfðust jafnréttis fyrir kynin. Háværar raddir karlmanna heyrðust um allt land, ýmist í fréttamiðlum eða á samfélagsmiðlum, um baráttuna. Vissulega voru margir karlmenn stuðningsríkir við hana og er það mjög gott mál. Aðrir voru það hins vegar ekki og nefndu jafnvel sumir að þetta væri vitleysa
Predikun

Orð

Og markmið okkar kannski það að miðla áfram okkar bestu frásögum til komandi kynslóða. Frásögum og orðum sem veita nýtt upphaf, sem veita nýja möguleika, sem reisa okkur við er við föllum, sem gera alla hluti nýja.
Pistill