Trú.is

Trúin er ávallt leitandi

Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Predikun

Einum huga

Þessa minnumst við nú, þegar liðin eru 40 ár frá því að fyrsti einstaklingurinn var greindur með alnæmi hérlendis. Þeir atburðir birta okkur er napran vitnisburð um það andrúmsloft sem getur myndast í kirkjunni. Af þessu tilefni rifjum við upp ummæli kristinna leiðtoga sem töldu hið banvæna mein vera refsingu Guðs fyrir því sem þeir töldu vera ólifnað samkynhneigðra.
Predikun

Ævarandi sáttmáli guðlegs réttlætis

„Þegar aðkomumaður dvelur hjá ykkur skuluð þið ekki sýna ójöfnuð. Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“
Predikun

Satt og rétt

Okkur finnst þetta vera hryllilegt stríð og við hugsum ekki hlýlega til rússneskra stjórnvalda um þessar mundir sem bera ábyrgð á andláti saklausra barna og kvenna í Úkraínu. Við hugsum þeim þegjandi þörfina. Ég var að hugsa um það um daginn hvort ég ætti að ryðjast fram á ritvöllinn og hvetja bændur um allt land til að streyma til höfuðborgarinnar með mykjudreifarana sína og sprauta mykjunni á veggi sendiráðs Rússa í Reykjavík en svo mundi ég eftir því að sendiráðið er við hliðina á Landakots spítala þannig að ég hætti við. Lyktin myndi líka gera út af við nágrannanna. Til eru andar sem tala máli lyginnar. Það þarf að kveða þá niður. Það er gert með máli sannleikans. Mér finnst rússneska rétttrúnaðarkirkjan vera höll undir anda lyginnar um þessar mundir. En biskup þeirrar kirkjudeildar hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa ráðist inn í Úkraínu og eyðilagt um eitt hundrað kirkjur. Hann hefur lofað rússnesk stjórnvöld fyrir að hafa myrt saklaus börn, konur og gamalt fólk. Þessi biskup á skilið að vera á einhverjum slæmum stað eins og ráðamenn í Rússlandi um þessar mundir. Já, helvíti, ég segi það bara fullum fetum og stend við það. En hvar er helvíti og hvað er sannleikur í þessum víðsjárverða heimi. Ég leysi ekki þá gátu í dag.
Predikun

Treystið Guði

Páll hvatti menn til að treysta Guði algerlega. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði, með bæn og beiðni og þakkargjörð… Hafið ekki áhyggjur af morgundeginum, sagði Jesús. Treystið Guði og hann mun vel fyrir sjá.
Predikun

Hvatningarorð heilags anda

Ég trúi því að nærvera andans í okkar lífum geti verið allt að áþreifanleg og geti birst okkur ljóslifandi þegar við leitum hennar. Og ég trúi því að ef við á annað borð opnum fyrir möguleikann á að heilagur andi sé okkur nálægur og gangi lífsgönguna við hlið okkar að þá getum við eins gert ráð fyrir að þessi sami æðri kraftur muni hafi jákvæð áhrif á okkur, að hann veiti okkur eitthvað sem við gátum ekki skapað sjálf - að hann geri okkur auðmjúkari, þakklátari, nægjusamari og hógværari. Og að þessi náðargjöf sé okkur afhent án allra kvaða.
Predikun

Endir allra hluta er í nánd. Verið því gætin og algáð til bæna.

Í bæninni okkar, Faðir vor, biðjum við Guð að fyrirgefa okkur “vorar skuldir” þe fyrirgefa okkur það sem við höfum gert rangt… og hjálpa okkur svo að við getum fyrirgefið þeim sem gera illt á okkar hlut… “að fyrirgefa vorum skuldunautum”… sá sem á kærleika á auðveldara með að fyrirgefa og sá sem fyrirgefur – honum verður fyrirgefið…
Predikun

Heilagur andi og tækni nútímans

Það sem mér finnst vera spennandi við heilagan anda er sú staðreynd á hverjum tíma frá einni kynslóð til annarar þá mun hann færa kenningar Jesú í spennandi búning fyrir nýja tíma. Sjáið þið bara hvað hefur gerst hjá þjóðkirkjunni hér á landi og annars staðar í kirkjulegu samhengi á norðurlöndum og víðar á þessum veirutíma. Í stað þess að fólkið færi til kirkju þá fór kirkjan til fólksins með boðskap sinn og nýtti sér nýjustu tækni í því skyni á netinu sem féll í góðan jarðveg ekki síst hjá unga fólkinu. Kirkjan bauð upp á streymis bæna og helgistundir af ýmsu tagi og börnin fengu sunnudagaskólann í viðtækin sín heima.
Predikun

Bústaður

Og nú erum við stödd í Bústaðakirkju. Bústaðir hét bærinn hér austast í holtinu þar sem hallar undir Elliðaár. Fátt, ef nokkuð, vitum við um fólkið sem hér átti heima, öld fram af öld. Ólíkt var hér um að litast, þá og nú. En hér erum við og heyrum lesinn enn eldri texta um bústað: Bústaður minn verður hjá þeim og ég verð Guð þeirra og þeir verða þjóð mín.
Predikun

Gleðilegan mæðradag!

Engu að síður er hér margt sem heimfæra má á móðurhlutverkið og er jafnvel lýsing á ,,bestu mömmu í heimi” eins og börnin okkar hafa sjálfsagt oft kallað okkur, eða við okkar eigin móður. Við gætum líka sett okkur þessi heilræði postulans sem markmið: Sem móðir vil ég vera gætin og heil og sönn í fyrirbæn fyrir börnunum mínum. Ég vil umfram allt hafa brennandi kærleika til þeirra hvernig svo sem líf þeirra veltist ,,því að kærleikur hylur fjölda synda.”
Predikun

Allt þarf sinn tíma

Bænin er öflugt hjálpartæki. Dýrmæt gjöf frá Guði þar sem við getum nálgast kærleika Guðs. Í bæninni getum við gefið Guði það sem við skiljum ekki eða stýrum ekki og náð sátt. Þangað getum við sótt hugrekki og styrk. Kraft til þess að gera það sem við getum ekki sjálf.
Predikun

Guðslömbin

Kraftaverk hvítasunnunnar er líka af þessum toga. Í því sameinast það fallega, eðlilega, góða, sigur lífsins og nærvera hins heilaga, sem hvert og eitt okkar á aðgang að - alveg eins og við fengum öll aðgang að undrinu að Syðri-Hofdölum í heilan sólarhring.
Predikun