Trú.is

Spakmælar, drónaþjálfarar, bóseindatæknar

Og þessi dagur ykkar, kæru fermingarbörn, verðandi spakmælar, drónaþjálfarar, bóseindatæknar eða hvað þið komið nú til með að fást við í framtíðinni - er í raun óður til þess hvað það er sem að endingu skiptir mestu máli.
Predikun

Að afklæðast fermingarkyrtlinum

Fermingarmessan var afstaðin - hópmyndatakan - og við prestarnir gengum í fararbroddi á undan björtum og myndarlegum í fyllstu orðsins merkingu fermingarbörnunum. Svona eins og þið eruð núna.
Predikun

Ég á mér draum

„Það sem mig langar mest að fá að vera í framtíðinni er hamingjusöm manneskja – þar sem vinir, fjölskylda og ég sjálf hafa langt og sjúdómalaust líf. Ég vil líka vinna í górði vinnu og verða vel menntuð.”
Predikun

Þrenning og þrútin alda, ferming og fögur lauf

Vorið bjarta er orðið að fögru sumri, þegar þið sem síðasti hópur fermingarbarna Hafnarfjarðarkirkju að þessu sinni, gangið fram til að fermast við fagurt altari kirkjunnar. Blóm og grös hafa enn einu sinni sprottið úr jörðu, fuglar, margir langt að komnir, búið sér hreiður og klakið út eggjum og komið upp ungum og lauf vaxið á trjám til að næra þau á ilgeislum sólar.
Predikun

Á skjá-hvílu Drottins ert þú

Tilvera ykkar í dag er sú að þið ætlið að játast Jesú Kristi sem leiðtoga lífs ykkar. Staðreyndin er sú að í dag á þessu augnabliki eru veraldlegir leiðtogar hrópandi sig hása í bæ og borgum og á torgum lofa sjálfa sig bak og fyrir næstu daga í þeirri von að þeim verði veitt athygli.
Predikun

Englar í mannsmynd

Kærleikur Guðs í okkar garð hlýtur að vekja okkur til ábyrgðarkenndar gagnvart sköpuninni, umhverfinu og lífríki jarðar. Kærleikur Guðs í okkar garð knýr okkur jafnframt til að auðsýna öðru fólki kærleika.
Predikun

Er heilagur andi skiljanlegur í fermingunni

Víst er heilagur andi ósýnilegur og ekki verður hann reiknaður út með jarðneskum mælikvörðum, en máttug eru verkin hans.
Predikun
Predikun

„Engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur“

Sumarsólin er tákn þess Guðs sem er tilbúinn til að leiða öll sín börn inn í sumarland lífsins, tákn þess Guðs sem við felum barnið í skírninni, tákn þess Guðs sem fermingarbörnin vilja leitast við að gera að leiðtoga lífsins, eins og það er orðað í fermingarheitinu.
Predikun

Veislan

Veislan sem Drottinn Guð býður til er því ólík öllum öðrum veislum - hún er fyrir ökkur öll - þar þrýtur aldrei rými, þar þrýtur aldrei veisluföng, þar erum við öll jöfn. Í dag er sannarlega boðið til veislu - reyndar tveggja veislna. Kirkjugestum er boðið að koma að borði Drottins - að eiga þar sitt hljóða samtal við Drottin Guð - og öðlast fyrirgefningu yfirsjóna sinna og endurnýja við Hann samband sitt og treysta það. Síðar í dag bjóða fermingarbörnin og foreldrar þeirra til veislu, þar sem veislugestir samgleðjast fermingarbörnunum á þeirra merka degi.
Predikun

Góði hirðirinn og fermingarbarnið

Fermingarbörn eru eins og blómknúppar að byrja að springa út. Og hvað verður svo? Höfum við gefið börnum okkar það veganesti sem þeim reynist best fyrir lífið framundan? Það er með þá spurningu í huga sem við göngum í annað sinn fram fyrir Guð með þessa dýrmætu gjöf sem hann hefur lagt okkur í fang, til þess að hann sem áður helgaði þau í skírninni megi að þeirra eigin vilja, vera sá sem leiðir og leiðbeinir, vakir og verndar.
Predikun

Á fermingardegi

Frásögur dymbilvikunnar, af lærisveinunum eru mjög mannlegar. Þeir minna mig oft á hóp fermingarbarna! Þeir fögnuðu eins og fjöldinn, en þegar óveðrið skall á, erfiðleikar, skelfing föstudagsins langa, þá reyndust þeir sem blaktandi strá í vindi. Sjálfur Pétur, kletturinn af lærisveinunum, afneitaði Jesú þrisvar. Er það ekki svo mannlegt að efast?
Predikun