Trú.is

Hundrað dagar

Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
Predikun

Trúin er ávallt leitandi

Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Predikun

Satt og rétt

Mörgum hefur það þótt miður að Jesús skyldi ekki svara þessu í eitt skipti fyrir öll. Því það er ekki alltaf skýrt hvað það felur í sér hvort setning er sönn eða ekki. En hvað segir spurningin um þann sem spyr? Hvað er satt og hvað er rétt? Helst það ekki í hendur? Þegar valdhafinn spyr – er hann þá að sama skapi að brjóta heilann um hugtak sem er því náskylt: nefnilega réttlætið, ,,satt og rétt". Áður en réttlætið er fótum troðið hefur sannleiknum þegar verið fórnað. Sannleikurinn er jú fyrsta fórnarlambið í valdabrölti Pílatusa á hverjum tíma.
Predikun

Sameiginlegt embætti systurkirkna - skiptir það máli?

Vert er að benda á að ekki nota allar lútherskar kirkjur titilinn biskup, þó það sé á flestum stöðum svo. Segja má að lútherskar kirkjur séu í þessum efnum sem ýmsum öðrum miðsvæðis, rúmi bæði hefðbundna sýn á kirkjuskipan og annað fyrirkomulag. Það sannar vera norrænu lúthersku kirknanna innan bæði Porvoo og Leuenberg þar sem hið fyrra leggur áherslu á biskupsþjónustuna en hið síðara ekki.
Pistill

Vegferðin með Jesú getur fyllt lífið tilgangi og merkingu

Stundum finnst mér eins og ein helsta áskorun nútímans sé fólgin í því að börn, unglingar og fólk almennt fái ekki að bera almennilega ábyrgð, eða hafa hlutverki að gegna, hlutverki sem skiptir máli. Á þessum akri, sem Jesús vísar til, er ávallt þörf fyrir fleiri verkamenn. Ef þú ert tilbúinn að fá hlutverk og axla ábyrgð, þá vill Jesús nýta krafta þína til góðs.
Predikun

Er hægt að rækta mildina?

Já, í gegnum andlega iðkun, getur mildin og trúin verið sem sól í brjósti okkar. Lífinu má lýsa sem sönnum loga, sem nærist af ósýnilegri sól í brjósti okkar. Megi sú sól lýsa skært í þínu lífi. Megi sú sól veita þér hreinsun, góðan anda og gæfu, mildi og von, nú og ætíð.
Predikun

Ráðsmaður og þjónn

Það er sjálfsagt út frá þessum grunni sem Jesús notar orðið „ráðsmaður“ og ,,þjónn“ um þann sem getur haft örlög fólks í hendi sér. Orðið kallar fram mynd í huga mínum af þekktri persónu af hvíta tjaldinu sem sjálfur Anthony Hopkins lék af stakri snilld hér forðum í Dreggjum dagsins. Aðalsmerki ráðsmanns er ekki fyrirgangur og duttlungar, heldur þvert á móti ábyrgðin sem hann gegnir og henni fylgir sannarlega ríkuleg auðmýkt gagnvart því verkefni sem honum er falið að sinna.
Predikun

Hörmungar í sandinum

Hvert mannsbarn ætti að þekkja sönginn sem ómar í sunnudagskólanum um þann hyggna sem byggði hús á bjargi og þann heimska sem reisti sitt á sandi: „Og húsið á sandinum það féll!“ Í meðförum barnanna verður sagan kómísk og er undirstrikuð með kraftmiklu klappi þegar allt hrynur.
Predikun

Flæði kærleikans

Inn í vanmátt okkar, kærleiksþurrð, tengslaleysi og sundrung, frá Guði, okkur sjálfum og öðru sem lifir, koma orð Jesú. Hér heyrum við orð hans eins og Jóhannes guðspjallamaður skynjaði þau og skildi. Boð Jesú, orð Jesú er skýrt: Hann kallar okkur til að lifa með sér í kærleika, að lifa kærleika sinn út til heimsins.
Pistill

Málhalti leiðtoginn

Boðorðin eru yfirlýsing um siðferði, grunngildi sem ekki má stíga út fyrir. Í því umhverfi birtist leiðtoginn okkur hvað skýrast. Boðskapurinn sem við tökum með okkur er á þá leið að mannkostir, líkamsburðir, mælska og gáfur hafa lítið að segja ef markmiðið er ekki annað en að auka vægi leiðtogans sjálfs. Hinn málhalti stendur slíkum einstaklingum langtum framar ef orð hans og erindi eru grundvölluð á æðri gildum.
Predikun

Breytnin gagnvart náunganum er mælikvarðinn

Hvar sem neyðin ríkir, þar fáum við tækifæri til að þjóna ekki aðeins þeim þurfandi manni, heldur einnig Guði.
Predikun

Góði hirðirinn

Jesús er með öllum orðum sínum, til lærisveinanna og mannfjöldans og til okkar, að reyna að hafa áhrif ‒til góðs. Og um leið að vara við áhrifum hins illa. Því að það skiptir vitanlega máli hverju er miðlað – það er jú grundvallaratriði alls uppeldis því það lærir barnið sem fyrir því er haft. En fullorðið fólk lærir líka það sem fyrir því er haft, verður fyrir áhrifum af því og tileinkar sér það.
Predikun