Hundrað dagar
Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir
22.9.2024
22.9.2024
Predikun
Máttur þagnarinnar
Við skulum líka temja okkur að þegja stundum, gefa okkur þögninni á vald, utan kirkju sem innan, - og hlusta með mikilli athygli á hljóðin sem okkur berast til eyrna. Við getum t.d. heyrt í trjánum þegar vindurinn hreyfir við greinum þeirra. Fyrr en síðar lærum við líka að hlusta á það sem bærist okkur í brjósti. Þá fara umhverfishljóðin að minnka og hljóma brátt sem blíður blær. Það hægist á andardrætti okkar og púlsinum og við náum virkilega að slaka á og hvíla, - í Guði. Ég er að tala um mikilvægi kyrrðarbænarinnar en margir hafa kynnnt sér hana og iðka hana hér á landi í dag. Ég held að Jesús hafi í þessu tilviki ekki beðið upphátt heldur í hljóði þar sem hann lagði tengdamóður Símonar í hendur Guðs sem læknaði hana umsvifalaust. Og lófi Guðs er nægilega stór til að við getum þar öll notið hvíldar og næringar. Þar getur hróp okkar verið þögult, hann heyrir það samt eins og segir í sálminum góða.
Sighvatur Karlsson
16.10.2024
16.10.2024
Predikun
Rótin sem við tilheyrum
Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Árni Þór Þórsson
14.10.2024
14.10.2024
Predikun
Kynjajöfnuður í kirkjunni
Kirkja sem aðeins viðurkennir karla sem presta er fátæk kirkja. Leiðtogar slíkrar kirkju hafa lítinn skilning á reynsluheimi helmings samfélagsins. Því er íslenska þjóðkirkjan stærri, opnari og betri staður í dag vegna þeirra kvenna sem ruddu brautina og hafa undanfarna hálfa öld gert kirkjuna ríkari með reynslu sinni, boðun og starfi.
Sindri Geir Óskarsson
6.10.2024
6.10.2024
Pistill
Ljósastika Krists og ábyrgðin sem henni fylgir
Við getum ekki falið okkur eða gjörðir okkar því að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er ekkert sem verður eigi opinberað af ljósinu sem er Jesús Kristur. Jesús sér okkur, þekkir okkur og hvað er í hjartanu okkar. En valið er í okkar höndum.
Árni Þór Þórsson
1.10.2024
1.10.2024
Predikun
Þegar hauströkkrið hellist yfir
"Hafið þið einhverntímann velt því fyrir ykkur hvernig þið eruð á svipin þegar þið eruð að skoða eitthvað í símanum ykkar eða dagblaðinu? Flest erum við sennilega frekar ómeðvituð um svipbrigði okkar á þeirri stundu – enda er einbeiting okkar þá á öðru. Það hefur hins vegar verið rannsakað að svipbrigði okkar geta haft mikil áhrif á okkar innri líðan. Ef við ákveðum að vera glaðleg á svipinn og lyftum munnvikjunum örlítið upp, í stað þess að leyfa þeim að síga niður, þá plötum við heilann víst og hann heldur að við séum glöð og í góðu skapi. Og um leið og við lyftum munnvikjunum örlítið erum við einnig að miðla gleðinni, ljósinu og voninni og þannig erum við líka betur í stakk búin til að mæta því óvænta af öryggi."
Jónína Ólafsdóttir
29.9.2024
29.9.2024
Predikun
Borðfélagar Jesú
Og gefum okkur að við horfum á myndina sem heilaga kvöldmáltíð og veltum fyrir okkur - hvernig hefði Jesús brugðist við? Sá sem samneytti syndurum, sá sem braut hefðir og ræddir guðfræði við "bersynduga" Samverska konu, sá sem var tilbúinn að ganga gegn hefðbundum gildum eins og því að musterishæðin væri staðurinn til að fórna og tilbiðja?
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
4.8.2024
4.8.2024
Predikun
Er hin kristna fyrirgefning óraunhæf í mannlegu samfélagi?
Hin kristna fyrirgefning virðist því koma á undan því skrefi að misgjörðarmennirnir taki ábyrgð á gjörðum sínum. Þ.e. Jesús biður Guð að fyrirgefa þeim, þótt þeir viti ekki hvað þeir hafi gert rangt. Skömmin þarf vitanlega að búa á réttum stað og ljóst hver er gerandinn og hver er þolandinn.
Þorvaldur Víðisson
14.7.2024
14.7.2024
Predikun
Dáið er allt án drauma
„Dáið er allt án drauma“ orti efnispilturinn Laxness. Hann þekkti töfra skáldskaparins, átti eftir að deila hugsjónum sínum með þjóðinni, talaði eins og spámaður inn í sjálfhverfu, heimóttarskap og þjóðrembu. Þetta er hlutverk listamannsins. Og hér á eftir ætlar Erla að deila með okkur hugsunum sínum og hugsjónum úr sínum tæra töfraheimi.
Skúli Sigurður Ólafsson
22.6.2024
22.6.2024
Predikun
Orð sem skapa
Eitt af áhrifamestu verkum Jónu Hlífar geymir einmitt mikla sögu. Það sem virðist vera saklaus veðurfarslýsing reynist vera harmleikur, sjálfsvíg verkalýðsleiðtoga norður á Siglufirði eftir hatrömm átök við útgerðarmenn á tíma kreppunnar. Sagan ætti að standa þarna í framhaldinu en listamaðurinn lætur nægja þessi inngangsorð. Þau marka endi á lífssögu og upphaf mikilla þrenginga, fyrir aðstandendur og samfélagið allt. Já, dauðinn á sér margar birtingarmyndir.
Skúli Sigurður Ólafsson
19.5.2024
19.5.2024
Predikun
Trúin er ávallt leitandi
Við finnum það á svona textum hve rangt það er þegar manneskjan setur sig á háan hest á grundvelli trúar sinnar. Einkenni trúarinnar hjá hinum nýja manni, ef við vísum í orðalag postulans, þá er hún ávallt leitandi, auðmjúk, mild, gæskurík og þjónandi.
Þorvaldur Víðisson
12.5.2024
12.5.2024
Predikun
Setning prestastefnu 2024
Fjöldahreyfing - sem sækir einmitt styrkinn í það að þar fara margir saman; en sá styrkur hefði aldrei orðið til ef kirkjan hefði ekki fengið það erindi sem hún er send með. Að boða Jesúm Krist, krossfestan og upprisinn.
Sveinn Valgeirsson
16.4.2024
16.4.2024
Predikun
Færslur samtals: 64