Trú.is

Að láta ljósið skína

Jesús, ljós heimsins, biður okkur um að vera með sér í því að færa ljós Guðs inn í heim sem oft virðist svo fullur af myrkri, flytja frið inn í ófriðinn, sátt inn í sundrunguna. Og ekki bara flytja ljósið heldur vera ljósið, vera ljós heimsins eins og Jesús Kristur. Hvílík köllun, hvílík ábyrgð! Og hversu oft mistekst okkur ekki að lifa þessa áskorun Jesú, ef við þá yfirleitt þorum að reyna.
Pistill

Takk, heilbrigðisstarfsfólk!

Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
Predikun

Er okkur eitthvað heilagt?

Og jú, vissulega á hið heilaga undir högg að sækja á þessum tímum sem mörgum öðrum. En boðskapur helginnar gegnsýrir engu að síður menningu okkar. Hann sækjum við í Biblíuna. Þaðan kemur sú vitund þegar við finnum til með þeim sem eiga erfitt, reynum að setja okkur í spor fólks sem er á flótta, horfir á sína nánustu deyja í sprengjuregni eða eigur sínar liðast í sundur í náttúruhamförum.
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Full af gleði - og kvíða

Skáldið ræðir við Guð um tilfinningar sínar sem við öll getum væntanlega samsamað okkur við, gleði og kvíði gagnvart lífsundrinu.
Predikun

Flæði kærleikans

Inn í vanmátt okkar, kærleiksþurrð, tengslaleysi og sundrung, frá Guði, okkur sjálfum og öðru sem lifir, koma orð Jesú. Hér heyrum við orð hans eins og Jóhannes guðspjallamaður skynjaði þau og skildi. Boð Jesú, orð Jesú er skýrt: Hann kallar okkur til að lifa með sér í kærleika, að lifa kærleika sinn út til heimsins.
Pistill

Spurt í þrígang

Kristur felur Símoni Pétri að leiða hjörð sína og þar spyr hann lykilspurningarinnar – á hverju hann byggir forystu sína. Svo þýðingarmikil er spurningin að hann endurtekur hana í þrígang. Og svo sígild er spurningin að hún opinberar okkur eðli þeirra þeirrar forystu sem er við lýði á hverjum tíma. Hvar slær hjarta leiðtogans? Enn spyrjum við okkur þeirrar spurningar. Setur hann sjálfan sig í öndvegi, er það hégóminn sem ræður, valdafíknin, bónusarnir? Illa fer fyrir því samfélagi sem á sér slíkan hirði.
Predikun

Að dæma til lífs

Dæmum okkur Guðs dómi sem er réttlátur dómur, dómur velvildar og kærleika. Okkur mistekst iðulega að velja veg lífsins en einnig þau mistök rúmar Guð í umhyggju sinni. Því gerum við okkar besta, einn dag í einu, eitt andartak í einu, að sýna samúð og umhyggju, eins og verðandi móðir ófæddu barni sínu sem hún gerir allt til að vernda og efla til lífs.
Predikun

Gestrisnin: Hin æðsta dyggð

Reglum gestrisninnar hefur verið lýst sem því sviði þar sem trúarhugsun Miðausturlanda kemur til framkvæmda gagnvart manninum sem kærleikur, ekki aðeins gagnvart þeim sem tilheyra sama ættbálki eða fjölskyldu heldur gagnvart hverjum þeim sem kveður dyra. Gestrisnin er þannig í raun birtingarmynd hins sanna guðsótta, sem er í grunninn traust á lífsstyrkjandi mátt góðs guðs, sem endurspeglast í gestrisninni.
Predikun

Í húsi föðurins - í skugga Drottins

Yfir jóladagana skoðum við atburði sem snerta fæðingu og bernsku Jesú. Jesús fæddist í skugga yfirvalds sem sat um líf hans. Jólin eru ekki öll einn lofsöngur og gleði í kirkjunni. Stutt er í myrkrið, ofsóknir og erfiðleika. Öll heimsbyggðin hefur lifað síðast liðið ár í skugga sameiginlegs óvinar, sem er bæði ósýnilegur og skæður. Við lifum í mismunandi skugga. Við höfum það gott Íslendingar. Hjá okkur er trúfrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Við höfum tækifæri til þess að taka sömu afstöðu og Jesús tólf ára. Það er mikilvægt að þekkja stöðu sína sem Guðs barn.
Predikun

Blessun skalt þú vera

Leggjum inn í nýjan áratug með sama hugarfari og við þiggjum nýtt augnablik, nýtt andartak, í trausti til Guðs sem lítur til okkar eins og móðir sem leggur barn sitt að brjósti til að næra það og veita öryggi.
Predikun

Vatnið og tuttugasta og þyrsta öldin

Allt líf þarfnast vatns og við þurfum að gæta þess. Sigurður Árni Þórðarson, Hallgrímskirkjuprestur, hefur mikinn áhuga á vatni. Á þriðjudögum í hádeginu talar hann um vatn í veröldinni, menningu, trúarbrögðum og framtíð. Hljóðskrá er einnig á https://www.hallgrimskirkja.is/2020/09/16/vatnid-og-tuttugasta-og-thyrsta-oldin/
Pistill