Biblían, samtíminn og samfélagið
Hvernig svo sem viðhorfið er til kirkjunnar í samtímanum megum við ekki gleyma því að okkur er falið mikið hlutverk í heimi sem Guð elskar, það er að boða Orðið sem hann sendi í þennan heim til að gera heilt það sem sundrast hefur. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“
Agnes Sigurðardóttir
14.4.2015
14.4.2015
Predikun
Jesús og morgunverðurinn
Það var fjölmennt við morgunverðarborðið á prestssetrinu á Reykhólum í morgun. Þar sem morgnarnir byrja vanalega í kyrrð og ró var skemmtilegur erill. Það var ekki hellt upp á einn bolla af kaffi heldur fulla könnu og morgunverðardiskarnir voru 8 en ekki einn.
Elína Hrund Kristjánsdóttir
10.6.2014
10.6.2014
Predikun
Fagnaðarfundur
Með þessu móti getum við myndað sterka, samheldna og kærleiksríka liðsheild, hæfa til að sækja fram og vinna fagnaðarerindinu þann sess í hugum þjóðarinnar sem fært getur henni farsæld og varanlega hamingju á nýrri öld.
Jón Aðalsteinn Baldvinsson
3.5.2011
3.5.2011
Predikun
Byrðar og glaður hirðir
Nú til dags er stundum talað um samræðustjórnmál en samræðukristindómur er ekki til. Í eðli sínu er kirkjan ekki lífsskoðanafélag og því síður málfundaklúbbur, heldur leitarsamtök. Við erum send í nafni Jesú Krists að hafa uppi á þeim týndu. Það er samofið kristinni trú að fara út og starfa.
Ólafur Jóhannsson
10.6.2008
10.6.2008
Predikun
Fyrirmyndin
Vegur Símonar Péturs til prestsþjónustunnar hafði verið óvenjulegur. Fyrr meir var hann fiskimaður. Hraustur, sterkur, dáðadrengur, pottþéttur, en líka skjótráður, örgeðja, ístöðulaus. Fyrstur að bregðast við, votta hollustu, játa trúna. Fyrstur að áminna, ávíta Drottin, þegar honum fannst nóg komið, þegar hann sagði fyrir um þjáningu sína og dauða: „Þetta skal aldrei fyrir þig koma!“
Karl Sigurbjörnsson
26.4.2007
26.4.2007
Predikun
Nú þurfum við siðbót
Í þeirri undursamlegu náð sem streymir um alla hversdaga okkar las ég um daginn bókina um Munkinn sem seldi sportbílinn sinn. Hún er kennslubók í indverskri heimspeki inni í frásögu um ofurlögfræðing sem brennur út og fer til Himalaya og hittir hóp af jógum og ber boðskap þeirra heim með sér.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
24.4.2007
24.4.2007
Predikun
Allir séu þeir eitt...
Í bæn sinni á skírdagskvöld biður Jesús þess að lærisveinar hans megi allir verða eitt. Ekki eins, heldur eitt. Einslitt líf í einni vídd, það er heimur dauðans. Guð er Guð litadýrðar og fjölhljóma.Við þurfum ekki að óttast litauðgi og fjölbreytni innan kirkjunnar, meiningamun og átök jafnvel. Þjóðkirkjan þarf að rúma ólíkar skoðanir og þarf ekki að tala einni röddu.
Karl Sigurbjörnsson
27.4.2006
27.4.2006
Predikun
Hvernig gekk?
Það er vissulega djúpstæð reynsla að standa hér í þessum forna prédikunarstól við setningu Synodus, horfa yfir hópinn þar sem nær allir eru kunnuglegir heilsa ykkur starfssystkinum og öðrum kirkjugestum með kveðju hinna fyrstu kristnu safnaða. Ég hef aldrei verið í þessum sporum fyrr, og þá væntanlega ekki seinna vænna. Ég var vígður 1962 og sótti Synodus sem yngsti presturinn nú hefur það aldeilis snúist við ég er nú með lengstan þjónustualdur þjónandi presta!
22.6.2005
Predikun
Andi, sendiför, fyrirgefning
Guðspjallstextinn dregur upp sorglegusta mynd af kirkju. Lítið, innilokað samfélag, hræddir menn bak við luktar dyr. Kvíðin kirkja, öryggislaus andspænis andsnúnum heimi og tíðaranda. Það er kirkja sem ekkert hefur fram að færa. Jú, eitt: Trúfesti, tryggð. Tryggð við meistara sinn, þótt hann væri sigraður.
Karl Sigurbjörnsson
25.6.2003
25.6.2003
Predikun
Blessun og hendur
Mér eru minnistæð orð aldraðrar konu í Reykjavík. Ég var nýbyrjaður sem prestur. Hún kom að máli við mig og sagðist hafa verið við messu í Dómkirkjunni þar sem dómprófasturinn var að kveðja söfnuðinn. Þar hefði hann sagt að nú myndi hann að þessu sinni breyta út frá gamalli hefð og ganga eftir messu til dyra og kveðja söfnuðinn þar með handabandi. Gamla konan var þakklát fyrir þetta að hafa fengið að taka í hönd prestinum sínum, en bætti svo við: „Ég get bara ekki skilið þennan gamla sið að dómkirkjuprestarnir skyldu ræna söfnuðinn þeirri blessun að fá að taka í hönd þeirra eftir messu. Að ég tali nú ekki um að fara sjálfir á mis við þá blessun frá söfnuðinum“
Karl Sigurbjörnsson
20.6.2002
20.6.2002
Predikun
Lykillinn
Við höfum gengið um fagrar slóðir, hlýtt á Guðs orð, lesið saman bók náttúrunnar. Við höfum hlustað á óm landsins, á klið fugla, blæinn í laufi, niðinn í ánni, æðaslög hjartans og hræringar líkamans, og notið samfylgdar hvers annars á þessari gönguför í sumarnóttinni.
Karl Sigurbjörnsson
20.6.2002
20.6.2002
Predikun
Færslur samtals: 11