Gjald friðarins
Þess vegna segir Elhanan að gjald friðarins sé hæfnin til þess að sýna náunga sínum sömu virðingu og maður vill sjálfur njóta, að vera tilbúinn til og taka ákvörðun um að elska náunga sinn eins og sjálfan sig. Og í orðum Jesú um að elska óvini sína felst eðli máls samkvæmt sú krafa að hætta að líta á óvini sína sem óvini og fara að líta á þá sem náunga sinn. Og það er nákvæmlega það sem þeir Bassam og Elhanan og öll hin sem tilheyra fjölskyldunum 600 í Parents Circle hafa gert.
Jón Ásgeir Sigurvinsson
12.11.2023
12.11.2023
Predikun
Að iðka réttlæti
Biblían á margar sögur þar sem Guð birtist fólki á þann hátt að líf þess varð aldrei eins á eftir. Engar sögur hafa verið eins áhrifaríkar til að móta líf þitt kæri kirkjugestur. Er það ekki merkilegt að saga sem þú hefur jafnvel ekki heyrt skuli hafa slík áhrif? Jú vissulega. En það er staðreynd að Biblían hefur mótað viðhorf og siðferði í stórum hluta heimsins um aldir. Þá kann einhver að hugsa. Hvers vegna er heimurinn þá ekki fullkomnari og betri? Fjölmiðlar eru fullir af fréttum af glæpum, illsku og hatri. Satt, en hugsið ykkur hvernig heimurinn væri ef ekki hefði komið til kærleiksboðskapur Biblíunnar? Eitt er að heyra sögu annað er að skilja boðskap hennar og það lang erfiðasta er að fara eftir því góða sem sagan kennir okkur.
Arnaldur Arnold Bárðarson
8.11.2021
8.11.2021
Predikun
Hippókrates, loftslagsváin og ölmusa sköpunarinnar
Þær ógnir, sem steðja að sköpuninni, krefjast þess í raun að allur heimurinn sé samtaka um að leita allra leiða til að hætta öllum útblæstri gróðurhúsalofttegunda og umbreyta menningu okkar og hugsunarhætti í átt til sjálfbærni, þar sem efnahagur, náttúruvernd og félagsleg velferð haldast í hendur.
Það mætti hugsa sér þetta þannig að öll stjórnvöld, öll fyrirtæki, allir jarðarbúar myndu breyta í samræmi við eftirfarandi grein hins upprunalega læknaeiðs sem kenndur er við Hippókrates:
Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit á og getu til, en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni.
Fyrsta hluta málsgreinarinnar mætti þá umorða svo úr yrði eftirfarandi eiður og markmiðsyfirlýsing:
Ég heiti því að breyta þannig í hvívetna, eftir því sem ég hef vit á og getu til, að það verði náttúrunni og samfélagi manna til gagns en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni.
Þar með myndum við gangast við því hlutverki sem Guð ætlaði manninum að sinna skv. 1Mós 2.15: „Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.“
Jón Ásgeir Sigurvinsson
7.11.2021
7.11.2021
Predikun
Hauströkkrið yfir mér
Ég man þegar ég var lítil, þá var ég handviss um að ég væri eilíf og allt fólkið í kringum mig væri það líka. Ég man þann tíma þegar ég hvíldi í barnslegri vissu um að lífið yrði einhvern veginn alltaf svona, fólkið mitt í kringum mig sem elskaði mig og ól önn fyrir mér, eins og í óhagganlegri stillimynd sem ekkert gat grandað.
Sunna Dóra Möller
3.11.2018
3.11.2018
Predikun
Hversdagsleiki illskunnar og einelti
Krafa Jesú um starf í þágu þeirra sem standa á jarðinum brennur á okkur sem viljum fylgja honum og samfélag okkar þarf sárlega að heyra af þeim fagnaðarboðskap. Í dag munu kirkjur landsins sameinast í bæn í samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi og mæta einelti og baráttu gegn þeirri ofbeldismenningu sem fylgt hefur samfélagi okkar frá því fyrir daga Jesú.
Sigurvin Lárus Jónsson
8.11.2015
8.11.2015
Predikun
Viltu verða heil? Viltu verða heill?
Jesús vissi að þessi maður hafði verið lengi sjúkur en samt spyr hann þesssarar spurningar: Viltu verða heill? Er það ekki alveg sjálfgefið að sjúkur maður vilji verða heill? Er það ekki alveg sjálfgefið að sjúkt samfélag vilji verða heilt? Eða kirkjan?
Hulda Hrönn M Helgadóttir
10.11.2013
10.11.2013
Predikun
Eineltissagan af Jesú
Það er von okkar og bæn að það myndist samstaða um það meðal þjóðarinnar að útrýma einelti úr samfélagi okkar, en til að það geti orðið þurfum við öll að sýna það hugrekki að mótmæli samskiptum valdbeitingar og ofbeldis í hvaða mynd sem þau birtast.
Sigurvin Lárus Jónsson
7.11.2013
7.11.2013
Predikun
Hagfræði 107
Þó orð Jesú beinist að smápeningunum tveimur er þessi hagfræði hans ekki öll þar sem hún er séð. Hið agnarsmáa verður ekki meira hinu risastóra, bara fyrir eina hendingu, því önnur verðmæti eru varanlegri.
Skúli Sigurður Ólafsson
4.11.2013
4.11.2013
Predikun
Kristniboðsdagurinn
Kristniboðar hafa verið þátttakendur í öflugu starfi sem hefur borið ríkulegan ávöxt. Nálægt 6 milljónir manna eru nú í lútersku kirkjunni, Mekane Yesus. Heilu byggðarlögin hafa umbreyst við að heyra og taka við fagnaðarerindinu um kærleika Guðs í Jesú Kristi.
Fanney Ingadóttir
12.11.2012
12.11.2012
Predikun
Vatnssósa ást
Framan við kórinn var búið að saga stóran hring í gólfið og koma þar fyrir stórri laug með rennandi vatni. Það var hægt að fara í stóran pott - í kirkju.
Sigurður Árni Þórðarson
11.11.2012
11.11.2012
Predikun
Gæðastjórinn
Dauðinn er gæðastjóri lífsins. Lítill fugl hvíslaði þessu að mér. Litlir fuglar geta víst verið kjarnyrtir og sannorðir. Getur það ekki allt eins verið að við vöndum okkur heldur meira við lífið vegna þess að við þekkjum ekki dauðann?
Bolli Pétur Bollason
7.11.2010
7.11.2010
Predikun
Að fyrirgefa!
Drottinn er Guð miskunnsemdanna og Guð allrar huggunar. Hann fyrirgefur misgjörðir. En hvers er að fyrirgefa syndir, spyr faríseinn í textanum. Er það ekki bara Guð sem getur fyrirgefið syndir? Það er bara Guðs að fyrirgefa syndir. Hver er þá þessi Jesús að hann setji sig í þessi spor?
Þorvaldur Víðisson
23.8.2009
23.8.2009
Predikun
Færslur samtals: 26