Trú.is

Heimur þverstæðna

Það að leita hamingjunnar hennar sjálfrar vegna, væri eins og að lið fagnaði marki í fótboltaleik án þess að boltinn hafi nokkurn tímann snert netið. Ef við gefum því gaum er líf nútímamannsins uppfullt af slíkum fagnaðarlátum: Myndskeið á netinu, áfengi, já alls kyns lyf og sætindi sem við setjum ofan í okkur, hafa ekki annan tilgang en að framkalla þessa tilfinningu, án þess þó að hún eigi sér rætur í raunverulegum áföngum sem við höfum náð. Þá verður hún líka innantóm og við eigum það á hættu að ánetjast því sem gefur okkur hina fölsku hamingjukennd. Víst eru dæmin mörg um slíkt.
Predikun

Lífsjátningar

Við flytjum trúarjátningar – þær hefjast á orðunum „Ég trúi“. Sálmur Hallgríms er í því samhengi ákveðin ,,lífsjátning“. Hann segir: „Ég lifi“. Og sálmurinn verður óður til æðruleysis, að býsnast ekki yfir því hlutskipti sem öllu lífi er búið. En að sama skapi er þetta einhvers konar tilvistarþrungið siguróp. „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey.“ Og raunamaðurinn Job sem sjálfur horfði framan í grimmd heimsins fær sinn sess í þessum óð. Job flutti sína játningu með þessum orðum: „Ég veit minn lausnari lifir“ Hallgrímur rær á sömu mið þegar hann yrkir í miðjum sálmi: „Ég veit minn ljúfur lifir, lausnarinn himnum á“.
Predikun

Takk, heilbrigðisstarfsfólk!

Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
Predikun

Rótin sem við tilheyrum

Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Predikun

Áhugasviðið

Öðrum megin við múrinn grær allt í garðinum, hinum megin drottnar dauðinn. Og til marks það hversu náið sambandið er þar á milli þá lærir áhorfandinn að húsfreyjan klæðist ekki aðeins flíkunum sem áður tilheyrðu hinum myrtu gyðingum. Hún nýtir öskuna af þeim sem áburð. Leikur barnanna er við nánari aðgát ekki eins saklaus og í fyrstu kann að virðast. Þau handfjalla gulltennur sem hafa ratað inn á heimilið. Eldra systkinið lokar hið yngra inni í garðhýsinu og hvæsir eins og þegar hylkin sem tæmd eru ofan í gasklefana. Og Höss, sá sem stýrir búðunum glímir við þráláta kviðverki sem kalla fram uppköst.
Predikun

Dauðahald

Með öðrum orðum: „Sá sem elskar líf sitt mun glata því“ segir Jesús – er hann ekki að vísa í dauða-haldið sem okkur reynist stundum svo erfitt að sleppa?
Predikun

Saltað og lýst

Já, ég skammaðist mín hálfpartinn þegar ég kom tómhentur heim úr búðinni. Hvaða asi var þetta á mér og í hverju fólst sérstaða þessa drykkjar umfram allt hitt úrvalið? Jú, að baki honum voru einhverjir jútúbarar sem höfðu slegið í gegn á þeim miðli. Auðvelt hefði verið að fórna hönum og hrópa: „heimur versnandi fer!“ En hér er ekkert nýtt undir sólinni. Kristin trú miðlar okkur á hinn bóginn þeim boðskap að þótt sumir fái meiri athygli og séu jafnvel sveipaðir helgum ljóma, býr saltið og ljósið í hverju okkar. Og það er okkar hlutverk að gefa heiminum bragð og láta ljós okkar lýsa í veröld sem þarf svo mikið á því að halda.
Predikun

Hvar varst þú þegar bróðir minn þurfti á þér að halda? Heimsókn í Auschwitz og Birkenau

Turski var fangi í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Birkenau og sagði hann okkur: „Í Auschwitz átti ég ekki neitt, ég hafði ekkert nafn heldur aðeins húðflúr, töluna B-940.“ Hann hélt áfram og sagði: „Fólk spyr mig oft hvað var það versta sem ég upplifði í Auschwitz?“
Predikun

Takk, Predikari

Þessi pistill er byggður á erindi um bók Steindórs J. Erlingssonar: Lífið er staður þar sem bannað er að lifa.
Pistill

Með áhyggjur í sófanum

Ástæða þess að ég rifja þetta upp eru tíðindi af okkur sem erum alin upp í sófum víðsvegar í hinum þróuðu ríkjum. Fregnir herma að hugur okkar nái ekki alveg utan um þau lífsgæði að njóta öryggis og velsældar. Það eru jú engin dæmi um slíkt í samanlagðri sögu þessarar lífveru sem við erum. Kóngarnir sem við stundum nefnum í ritningarlestrum hér í kirkjunni, Davíð, Salómon og Ágústus svo einhverjir séu nefndir, nutu vissulega forréttinda miðað við alla hina sem þurftu að strita myrkranna á milli fyrir fábrotnustu lífsgæðum. En, maður minn, flest okkar lifum í vellystingum jafnvel samanborið við þá.
Predikun

Umhyggja og aðgát

Það fer vel á því að lyfta upp Gulum september og samtímis minnast rauðgula Tímabils sköpunarverksins. Gulur september er okkur hvatning til að hlú að tengslum við hvert annað. Rauðgula tímabil sköpunarverksins felur í sér hvatningu og áminningu um að hlú að tengslum okkar og umgengni við Jörðina, okkar sameiginlega heimili.
Predikun

Sá sem tortímir heimum

Þegar glóandi skýið reis til himins var nýr kafli skráður í mannkynssöguna og í orðum vísindamannsins Oppenheimers hafði þessi kafli guðfræðilega skírskotun. Hann vísaði til þess hvernig mannkyn tekst á við hverfulleikann, horfir upp á lífverur deyja, byggingar hrynja, heimsveldi eyðast og mögulega það mikilvægasta af því öllu – heimsmyndir hverfa. Og á síðustu áratugum hefur líf og framtíð lífsins stundum hangið á bláþræði eins og sagan um Petrov ber vott um.
Predikun