Trú.is

Sæl/l

Komdu nú sæll og margblessaður sagði eldri maður jafnan við mig sem vann með mér í Slippnum í Reykjavík á unglingsárum mínum. Ég svaraði honum jafnan með því að segja ,,Sæll vertu” án þess að vita hvað ég var að segja, eða þannig. En mér fannst alltaf eitthvað notalegt við þessa kveðju á morgnana þegar ég mætti í vinnuna. Stundum velti ég fyrir mér hver þessi sæla væri.
Predikun

Heimur þverstæðna

Það að leita hamingjunnar hennar sjálfrar vegna, væri eins og að lið fagnaði marki í fótboltaleik án þess að boltinn hafi nokkurn tímann snert netið. Ef við gefum því gaum er líf nútímamannsins uppfullt af slíkum fagnaðarlátum: Myndskeið á netinu, áfengi, já alls kyns lyf og sætindi sem við setjum ofan í okkur, hafa ekki annan tilgang en að framkalla þessa tilfinningu, án þess þó að hún eigi sér rætur í raunverulegum áföngum sem við höfum náð. Þá verður hún líka innantóm og við eigum það á hættu að ánetjast því sem gefur okkur hina fölsku hamingjukennd. Víst eru dæmin mörg um slíkt.
Predikun

Að láta ljósið skína

Jesús, ljós heimsins, biður okkur um að vera með sér í því að færa ljós Guðs inn í heim sem oft virðist svo fullur af myrkri, flytja frið inn í ófriðinn, sátt inn í sundrunguna. Og ekki bara flytja ljósið heldur vera ljósið, vera ljós heimsins eins og Jesús Kristur. Hvílík köllun, hvílík ábyrgð! Og hversu oft mistekst okkur ekki að lifa þessa áskorun Jesú, ef við þá yfirleitt þorum að reyna.
Pistill

Lífsjátningar

Við flytjum trúarjátningar – þær hefjast á orðunum „Ég trúi“. Sálmur Hallgríms er í því samhengi ákveðin ,,lífsjátning“. Hann segir: „Ég lifi“. Og sálmurinn verður óður til æðruleysis, að býsnast ekki yfir því hlutskipti sem öllu lífi er búið. En að sama skapi er þetta einhvers konar tilvistarþrungið siguróp. „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey.“ Og raunamaðurinn Job sem sjálfur horfði framan í grimmd heimsins fær sinn sess í þessum óð. Job flutti sína játningu með þessum orðum: „Ég veit minn lausnari lifir“ Hallgrímur rær á sömu mið þegar hann yrkir í miðjum sálmi: „Ég veit minn ljúfur lifir, lausnarinn himnum á“.
Predikun

Hundrað dagar

Eitt hundrað dagar. Hundrað dagar af hlátri og gráti, lasleika og lækningu, fæðingum og dauða, dansi, söng og hljóðum stundum, dálitlum skammti af nöldri og óþolinmæði en vonandi meira af umhyggju og uppbyggjandi samtölum og tengslum. Og alls konar næringu fyrir sál og líkama.
Predikun

Takk, heilbrigðisstarfsfólk!

Á Degi heilbrigðisþjónustunnar viljum við þakka öllu því góða fólki sem vinnur hörðum að því að hjálpa okkur og ástvinum okkar þegar heilsan bregst eða slys verða. Temjum okkur að tala af virðingu um störf þeirra. Þó gagnrýnin í heita pottinum og kommentakerfunum snúi sjaldnast að þeim einstaklingum sem vinna innan heilbrigðisþjónustunnar heldur kerfi sem mörg telja að þurfi að bæta, hlýtur að vera sárt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hlusta í sífellu á neikvæða umræðu um sitt vinnuumhverfi.
Predikun

Snákurinn í grasinu: Hugleiðing um hugrekki

Snákurinn í grasinu situr eftir í huga þeirra sem rýndu í myndina. Þar leyndist jú hættan. Með sama hætti standa ögurstundirnar eftir í minningunni. Þær voru sú prófraun, sem sýndu hvað í okkur býr og mótaði okkur meira en önnur tímabil ævinnar. Og þegar við lítum til baka kann að vera að reyndumst búa yfir meira hugrekki en við gerðum okkur grein fyrir.
Pistill

Eflum tengslin við hvort annað

Mér kemur líka í hug mikilvægt starf ungmennafélaga um allt land sem eru með elstu félögum á landinu. Það þarf að endurvekja þennan ungmennafélags anda sem var mikill drifkraftur hér áður fyrr fyrir lýðheilsu fólks um allt land. Þau voru og eru enn í dag rekin á sjálfboðaliðastarfi eftir því sem ég kemst næst. En fyrst og fremst þurfum við að líta í eigin barm heima fyrir og gefa okkur tíma fyrir hvort annað. Gefa skjánum frí einn dag í viku og efla þess í stað tengslin við hvort annað með ýmsum skemmtilegum og uppbyggilegum og kærleiksríkum hætti þar sem samúð, traust og samvinna er í fyrirrúmi.
Predikun

Máttur þagnarinnar

Við skulum líka temja okkur að þegja stundum, gefa okkur þögninni á vald, utan kirkju sem innan, - og hlusta með mikilli athygli á hljóðin sem okkur berast til eyrna. Við getum t.d. heyrt í trjánum þegar vindurinn hreyfir við greinum þeirra. Fyrr en síðar lærum við líka að hlusta á það sem bærist okkur í brjósti. Þá fara umhverfishljóðin að minnka og hljóma brátt sem blíður blær. Það hægist á andardrætti okkar og púlsinum og við náum virkilega að slaka á og hvíla, - í Guði. Ég er að tala um mikilvægi kyrrðarbænarinnar en margir hafa kynnnt sér hana og iðka hana hér á landi í dag. Ég held að Jesús hafi í þessu tilviki ekki beðið upphátt heldur í hljóði þar sem hann lagði tengdamóður Símonar í hendur Guðs sem læknaði hana umsvifalaust. Og lófi Guðs er nægilega stór til að við getum þar öll notið hvíldar og næringar. Þar getur hróp okkar verið þögult, hann heyrir það samt eins og segir í sálminum góða.
Predikun

Bróðir vinnur bróður og vinur vinnur vin

Hin fyrsta kristni vex á þann hátt að bróðir vinnur bróður og vinur vinnur vin.
Predikun

Vondir vínyrkjar

Af hverju var Jesús að segja þessi dæmisögu? Hann vildi sýna hvernig Ísrael, þjóð sem Guð hafði útvalið til að vera lýður sinn, hafnaði Syni Guðs. Jesús sá þannig fram í tímann og vissi hvað fyrir sig myndi koma. Hann vissi að hann yrði krossfestur fyrir það eitt að vera sonur landeigandans, Guðs. Þar lét hann lífið svo að við mættum lifa fyrir hann frá einni kynslóð til annarrar. Þar úthellti hann blóði sínu í þágu okkar allra sem lútum honum í dag með bæn og beiðni og þakkargjörð. Fyrir hann njótum við frelsis sem elskuð börn Guðs til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu.
Predikun

Rótin sem við tilheyrum

Rótleysi, stefnuleysi og stjórnleysi getur verið spennandi. Það eru engar reglur og hver veit hvert það leiðir þig? En til langs tíma getur það skaðað manneskjuna og rótina sem í henni býr. Öll viljum við láta gott af okkur leiða og skilja eitthvað fallegt eftir í þessum heimi. Til þess þurfum við að stinga niður rótum svo að við getum vaxið, þroskast og jafnvel borið góðan ávöxt. Við tökumst á við áskoranir, gerum mistök og verðum fyrir áföllum. En ef við bregðumst rétt við er alltaf möguleiki á vexti og þroska. Eitt það mikilvægasta sem manneskjan er að eiga rót og tilheyra henni.
Predikun